Sigrún ÞH 136

Hafþór Hreiðarsson

Sigrún ÞH 136

Kaupa Í körfu

Það fjölgaði á dögunum í húsvíska flotanum þegar útgerðarfyrirtækið Barmur ehf. keypti krókaaflamarksbátinn Berg Pálsson EA 761 frá Dalvík. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31, 8,4 brúttótonn að stærð, smíðaður árið 2001. Bergur Pálsson hefur nú fengið nafnið Sigrún og einkennisstafina ÞH 136. Það er Ingólfur H. Árnason sem stendur að rekstri Barms ehf. og á fyrirtækið fyrir aflamarksbátinn Hrönn ÞH 36 sem er af gerðinni Cleopatra 33. Hrönn verður gerð út á þorskanet en Sigrún til línuveiða og hefur Ingólfur þegar hafið róðra á henni. Þá er ráðgert að báðir bátarnir verði einnig gerðir út til grásleppuveiða á meðan sú vertíð stendur yfir. MYNDATEXTI: Nýr bátur Sigrún ÞH 136 kemur að landi úr línuróðri á dögunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar