Handverk 2004

Kristján Kristjánsson

Handverk 2004

Kaupa Í körfu

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra setti Handverk 2004, hina árlegu handverkshátíð að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í gær, að viðstöddu fjölmenni. Þetta er í tólfta sinn sem efnt er til hátíðarinnar en hún stendur fram á sunnudag. Þema sýningarinnar að þessu sinni er málmar og ýmsir gestir sækja hátíðina heim. Má þar nefna Therese Johansson, eldsmið frá Svíþjóð, og landa hennar Jan-Erik Svensson, koparslagara, sem hér sést við vinnu sína, og Siggu á Grund, einn færasta útskurðarmeistara landsins. Þau verða að störfum á hátíðinni og halda námskeið í tengslum við hana. Sýningarsvæðið er um 1.700 fermetrar og eru yfir 60 sýningarbásar í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla, kennsluhúsnæði og á útisvæði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar