Á Grænlandi

Á Grænlandi

Kaupa Í körfu

Krakkar úr leikskólanum í Tasiilaq á Grænlandi brugðu sér í göngutúr í góða veðrinu í vikunni. Þau minnstu voru höfð í kerru, en hin eldri gengu glöð í bragði til móts við sólskinið. Seint á 19. öld var byggð á Austur-Grænlandi að leggjast af. Í manntali, sem gert var árið 1892, kom í ljós að íbúar á Ammassalik-svæðinu voru aðeins 294. Fólki hafði fækkað um helming á hverjum áratug um langa hríð. Bærinn Tasiilaq var stofnaður árið 1894 og snerist þróunin þá við. Árið 1992 voru íbúarnir orðnir 2920 í sýslunni og þar af um 1.800 í bænum Tasiilaq.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar