Hvalasöngurinn til sýnis
Kaupa Í körfu
Akureyri | Bresk rannsóknarskúta, "Song of the Whale", sem gæti útlagst Hvalasöngurinn, hefur legið við festar við Torfunefsbryggju á Akureyri síðustu daga. Skútan er 70 feta löng, ný og glæsileg og vel búin rannsóknartækjum, enda sérsmíðuð til rannsókna á sjávarspendýrum. Hún er í eigu Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, IFAW, og hefur verið við atferlisrannsóknir á steypireyði og búrhval fyrir norðan og vestan land. Skútan verður á Akureyri fram á mánudagskvöld og gefst almenningi kostur á skoða hana milli kl. 13 og 18 á morgun sunnudag og á mánudag. Sigursteinn Másson, talsmaður samtakanna, sagði að stundaðar væru myndatökur og hljóðrannsóknir á hvölunum. Hver leiðangur tekur 10 daga og eru tveir íslenskir stúdentar þátttakendur í hverjum leiðangri. Skútan verður hér við land þar til síðar í mánuðinum en Sigursteinn sagði að vonir stæðu til að framhald yrði á rannsóknum hér við land næsta sumar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir