Þóroddur Árnason borgarstjóri í heimsókn á Múlalundi

Þorkell Þorkelsson

Þóroddur Árnason borgarstjóri í heimsókn á Múlalundi

Kaupa Í körfu

Reykjavík | Þórólfur Árnason borgarstjóri leit í heimsókn í Múlalund, vinnustofu SÍBS, í gærmorgun, kynnti sér starfsemina og spjallaði við starfsfólkið. Hann tók svo að sjálfsögðu ekki annað í mál en að prófa nokkur af störfunum sem unnin eru á Múlalundi. Þórólfur prófaði margt af því sem þarf að gera til að búa til möppur, og þótti liðtækur í flestum störfum þó afköstin væru í lægri kantinum hjá óvönum manninum. Meðal þess sem hann tók sér fyrir hendur var að setja saman kápuna, gera brot í möppurnar, letra á þær og setja festingarnar í þær. MYNDATEXTI:Verkvit: Sveinn Kjartansson sýndi borgarstjóra hvernig er best að bera sig að við að gata plast.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar