Kvikmyndun Bjólfskviðu undirbúin

Jónas Erlendsson Fagradal

Kvikmyndun Bjólfskviðu undirbúin

Kaupa Í körfu

Kvikmynd eftir Bjólfskviðu verður stærsta verkefni í íslenskri kvikmyndasögu. Sturla Gunnarsson, leikstjóri og framleiðandi, leiddi Eyrúnu Magnúsdóttur blaðamann og Jónas Erlendsson ljósmyndara um tökustaði og greindi frá því að sá Bjólfur sem birtist í myndinni væri engin venjuleg hetja og ófreskjan Grendel ekkert venjulegt illmenni. Rétt austan við Vík í Mýrdal er verið að slá upp þrjú hundruð fermetra höll sem í senn verður samkomusalur og íverustaður danska kóngafólksins. Í kringum höllina eiga að standa lágreist hús fólksins í konungdæminu. Á sömu slóðum er fjöldinn allur af hellum og til stendur að gera nokkra þeirra að híbýlum trölla, norna og annarra ókinda. Þetta ævintýraland er að sjálfsögðu byggt í ákveðnum tilgangi. Í lok mánaðarins hefjast tökur á kvikmynd, gerðri eftir fornenska kvæðinu Bjólfskviðu. Myndin verður öll tekin upp á Íslandi og verður stærsta kvikmynd sem Íslendingar hafa tekið þátt í að gera. MYNDATEXTI: Hlaðnir veggir eru hluti leikmyndarinnar í Lambaskörðum austan við Vík í Mýrdal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar