Jökla

Sverrir Vilhelmsson

Jökla

Kaupa Í körfu

TRÉVERK brúarinnar yfir Jöklu við Kárahnjúka hafði í gærmorgun þokast um 30 sentimetra undan árstrauminum frá því vatnavextir í Jökulsá á Brú hófust fyrr í vikunni. Starfsmenn frá Malarvinnslunni á Egilsstöðum hófu vinnu fyrir kl. sjö í gærmorgun við að losa festingar af brúnni, flytja krana að henni og undirbúa að hífa brúargólfið og færa aftur í sitt upprunalega horf. Þeirri vinnu hugðust þeir ljúka seinnipartinn í gær, að sögn Stefáns Sigurðssonar, forstjóra Malarvinnslunnar á Egilsstöðum. MYNDATEXTI: Jökla var stillt og róleg í morgunsárið í gær, þegar starfsmenn Malarvinnslunnar á Egilsstöðum undirbjuggu flutning brúargólfsins. Hvorki stólpar né undirstöður brúarinnar hafa haggast, og samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun, upp úr kl. sjö í gærmorgun, er ekkert sem bendir til að hætta sé á slíku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar