Kárahnjúkar

Brynjar Gauti

Kárahnjúkar

Kaupa Í körfu

Hætta skapaðist við Kárahnjúka á fimmtudagskvöld þegar Jökulsá á Dal flæddi yfir varnarstíflu við vinnusvæðið. Allir starfsmenn hættu störfum og var svæðið rýmt í öryggisskyni. Með aðstoð stórvirkra vinnuvéla tókst að stöðva lekann, en við svokallaðan távegg hafði vatnshæð náð fjórum metrum. Páll Ólafsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun, sagði fólk aldrei hafa verið í hættu en tók fram að þetta væru mestu vatnavextir í áratugi. MYNDATEXTI: Vinnusvæðið við Kárahnjúka fór fjóra metra undir vatn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar