Sjósundkappar
Kaupa Í körfu
Hann er fimmtán gráðu heitur - í sólinni," hrópar Benedikt Lafleur til fólks á bryggjunni við Nauthólsvík, þar sem hann veður út í sjóinn á sundskýlu einni fata. Í humátt á eftir honum vaskir menn, metþáttaka í sjósundinu í dag. ..... Sjósundfélag Íslands var stofnað í Reykjavík fyrir fáeinum vikum og hefur farið vel af stað. Allir eru velkomnir, félagar taka sundsprett í Kópavoginum á þriðjudögum og föstudögum kl. 17 og hafa aðstöðu til fataskipta í skemmu siglingaklúbbsins Brokeyjar eða í baðaðstöðu ylstrandarinnar - en hún er lokuð á vetrum. Fyrrnefndur Benedikt Lafleur er formaður hins nýja félags, en sá reyndi kappi Björn Rúriksson er mælingameistari. MYNDATEXTI:Maður má helst ekki vera uppúr - bjölluhnappurinn fyllir ekki út í skýluna, lengur," kallar einn úr hópnum og gerir lukku. F.v. Hólmar Svansson, Björn Rúriksson, Birkir Örn Björnsson, Benedikt Lafleur, Heimir Arnar Sveinbjörnsson, Víðir Ragnarsson og Stefán Örn Einarsson, umluktir hressandi sjónum í Kópavoginum
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir