Hinsegin dagar 2004

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hinsegin dagar 2004

Kaupa Í körfu

HRAFNHILDUR Gunnarsdóttir, kvikmyndargerðarkona, hannaði skemmtilegan vagn fyrir gönguna ásamt Kolbrúnu Jarlsdóttur. Vagninn var hinn þjóðlegasti og alsettur heyi. "Þjóðbúningurinn hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og því fannst mér þetta tilvalið," segir Hrafnhildur en þær konur sem voru á vagninum klæddust þjóðlegum búningum. "Þá höfðum við rætt það okkar í milli að það væri mikið af "drottningum" í göngunni og þær væru ímynd samkynhneigðra. Það var kominn tími til þess að bæta úr því og benda á það að íslenskar lesbíur geta líka verið kvenlegar. Þá var þetta einnig óður til eldri kynslóðarinnar sem hefur ekki fengið sömu tækifæri og við." MYNDATEXTI: Margrét Pála, Andrea, Tara og Fríða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar