Hinsegin dagar 2004

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hinsegin dagar 2004

Kaupa Í körfu

SYNGJANDI sjóarar íklæddir lopapeysum, dansandi dísir og kjarnakonur á peysufötum sigldu með stolti niður Laugaveginn þegar Hinsegin dagar náðu hámarki í Gay Pride-göngunni. "Þjóðbúningurinn hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og því fannst mér þetta tilvalið. Það var kominn tími til að benda á það að íslenskar lesbíur geta líka verið kvenlegar," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir en hún var í hópi nokkurra kvenna sem klæddust íslenskum þjóðbúningi í göngunni. Þetta var í sjötta sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir en fjöldi þátttakenda hefur vaxið ár frá ári. Lögreglan í Reykjavík telur að um 40 þúsund manns hafi verið í miðborginni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar