Forsætisráðherrar Norðurlandanna

Kristján Kristjánsson

Forsætisráðherrar Norðurlandanna

Kaupa Í körfu

Ákveðið að halda sérstakan aukafund norrænna ráðherra um áfengismál ÁKVEÐIÐ var á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð í gær að fram fari sérstakur aukafundur heilbrigðis- eða félagsmálaráðherra landanna þar sem rætt verði um áfengismál, fyrir næsta fund forsætisráðherranna sem verður í nóvember. Í framhaldi þess yrði svo reynt að auka skilning forystumanna landa innan Evrópusambandsins (ESB) á vandamálunum. "Við erum allir sammála um að hér er um að ræða mikið og vaxandi vandamál í öllum löndunum. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld allra Norðurlandanna að lækka skatta á áfengi og við teljum því nauðsynlegt við vinna enn frekar saman að þessum málum en áður," sagði Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, á blaðamannafundi í gærkvöldi að loknum fundi ráðherranna. Halldór var gestgjafi á fundinum í veikindaforföllum Davíðs Oddssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar