Sigurður Svavarsson

Árni Torfason

Sigurður Svavarsson

Kaupa Í körfu

Bækur Edda gefur Ólympíu- sambandinu bækur Edda útgáfa styrkir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands með veglegri bókagjöf og sér ólympíuförum fyrir fjölbreyttu lesefni í Aþenu meðan á leikunum stendur. Talsmenn Eddu segja að á löngum og ströngum keppnisferðalögum mæði mikið á keppendum og fylgdarmönnum þeirra. "Í þessu mikla samkeppnisumhverfi, þar sem reynt er á þanþolið til hins ýtrasta, þurfa allir að vera í toppformi, andlega ekki síður en líkamlega. Þá getur verið nauðsynlegt að eiga stund með sjálfum sér, öðlast ró og innri frið, gleyma um stund megintilgangi dvalarinnar og mæta endurnærður til leiks á ný. En afþreying er oftast einhæf og af skornum skammti og fátt að gera til að dreifa huganum." Bókagjöf Eddu til ÍSÍ eru tvær bókatöskur með 110 bókum sem ólympíufarar geta lesið í frístundum sínum. Edda útgáfa kostar einnig flutning bókanna til og frá Aþenu. Bækurnar eru allar gefnar út af forlögum Eddu útgáfu, Máli og menningu, Almenna bókafélaginu og Vöku-Helgafelli. MYNDATEXTI: Sigurður Svavarsson með aðra af Ólympíubókatöskunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar