Handboltalandsliðið við komuna til Aþenu

Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Handboltalandsliðið við komuna til Aþenu

Kaupa Í körfu

Íslenska landsliðið í handknattleik kom til Aþenu klukkan 10 í gærkvöldi að staðartíma, 19 að íslenskum, og þar með eru 24 af 26 íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum komnir til Aþenu. Frjálsíþróttafólkið Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir eru væntanleg í byrjun næstu viku. MYNDATEXTI: Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, gantast hér við aðstoðarmenn sína í fluginu frá London til Aþenu - þá Gunnar Magnússon liðsstjóra og Einar Þorvarðarson flokkstjóra sem tekur þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar