Kofi við Kerlingagljúfur

Sigurður Sigmundsson

Kofi við Kerlingagljúfur

Kaupa Í körfu

Hrunamannahreppur | Allstór hópur fólks fór á dögunum í Leppistungur, nokkru sunnan Kerlingarfjalla en þar er fjallaskáli fyrir leitarmenn og aðra vegfarendur. Tilgangurinn var að gera upp kofa sem löngu er aflagður og enginn veit hve gamall er og bjarga þar með sögulegum verðmætum. Í Hrunamannahreppi var stofnaður félagsskapur síðastliðinn vetur sem heitir "Áhugafélag um verndun sæluhúsa á afrétti Hrunamanna", skammstafað ÁSÆL. MYNDATEXTI: Á myndinni má sjá félagsmenn að störfum. Á vinstri myndinni eru frá vinstri þeir Karl Jónsson, Hilmar Jóhannesson, Haraldur Sveinsson, Einar Jónsson, Ævar Agnarsson og Hallgrímur Helgason. Á hinni myndinni eru frá vinstri þeir Unnsteinn Hermannsson, Jón Óli Einarsson og Guðni Guðbergsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar