Krikket

Jim Smart

Krikket

Kaupa Í körfu

Einbeiting Nokkrir áhugamenn um krikket hittust á Víðistaðatúni í Hafnarfirði í fyrrakvöld og skiptu í lið sér til skemmtunar. Spilararnir eru afar einbeittir við leikinn. Krikketíþróttin barst til Íslands fyrir nokkrum árum í kjölfar þess að Krikketklúbburinn Kylfan var stofnaður en félagið fékk myndarlegan styrk frá Evrópusambandinu til að flytja inn kylfur og annan nauðsynlegan búnað til krikketiðkunar og hefur íþróttin verið stunduð á sumrin undanfarin ár. Ragnar Kristinsson, stjórnarmaður í Kylfunni, segir að íslenskir krikketspilarar hittist af og til og reyni með sér en íþróttin sé þó ekki stunduð reglulega. Kylfan hefur fengið heimsóknir frá erlendum krikketspilurum á Bretlandi undanfarin ár og hefur við þau tækifæri verið haldinn óformlegur landsleikur milli landanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar