Í berjamó

Kristján Kristjánsson

Í berjamó

Kaupa Í körfu

UNGIR sem aldnir hafa gaman af því að tína ber og nú er einmitt berjatínslutíminn hafinn víða um land. Hún Linda Líf, sem býr á Berghóli í Hörgárbyggð norðan Akureyrar, fékk þau Sæmund Óla frá Reykjavík og Maríu Ösp úr Þistilfirði í heimsókn í vikunni og eitt af því sem þau tóku sér fyrir hendur var að fara í berjamó, skammt frá heimili Lindar. Þar fundu þau bæði krækibær og bláber og voru hin ánægðustu þegar ljósmyndari Morgunblaðsins heilsaði upp á þau.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar