Ráðherrar opnuðu ÞÞ og NNA á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Ráðherrar opnuðu ÞÞ og NNA á Húsavík

Kaupa Í körfu

Nýopnað Þekkingarsetur á Húsavík færir ungu menntafólki í héraðinu aukin tækifæri Þekkingarsetur Þingeyinga og Náttúrustofa Norðausturlands voru opnuð formlega á Húsavík á þriðjudaginn. Það var Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sem opnaði Náttúrustofuna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði Þekkingarsetrið. Viðstaddir voru fjölmargir gestir, þar á meðal Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, alþingismenn úr kjördæminu og sveitarstjórnarmenn af svæðinu. MYNDATEXTI: Glaðbeittir forstöðumenn, þeir Þorkell Lindberg Þórarinsson tv. og Óli Halldórsson, ásamt Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra á Húsavík í gær. fv. Þorkell Lindberg Þórarinsson, Óli Halldórsson,Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar