Tríóið, Koppel - Andersson - Magnússon

Þorkell Þorkelsson

Tríóið, Koppel - Andersson - Magnússon

Kaupa Í körfu

Hér má sjá þá félaga Agnar Má Magnússon, Thommy Andersson og Benjamin Koppel bregða á leik en myndin er tekin fyrir utan heimili Agnars. Þar hafa þeir verið við æfingar fyrir komandi tónleikaröð sína, sem lýkur nú á laugardaginn. Tríóið, Koppel - Andersson - Magnússon, er að sönnu norrænt samstarfsverkefni þar sem Koppel er danskur, Thommy sænskur en Agnar íslenskur. Tvíeykið Koppel og Andersson komu hingað til lands fyrir réttu ári síðan til spilamennsku og notuðu tækifærið og tóku upp hljómdisk. Þeim til aðstoðar þar er Eyþór Gunnarsson, píanistinn snjalli. Platan, sem kallast Nordic Design Vol. 1, er komin út á Norðurlöndum og hefur fengið einkar jákvæða dóma. Nú verður leikurinn semsagt endurtekinn með Agnari Má.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar