FH - Dunfermline 2:2

Árni Torfason

FH - Dunfermline 2:2

Kaupa Í körfu

ÞAÐ voru þung spor FH-inga af Laugardalsvelli í gærkvöld eftir leik liðsins gegn Dunfermline í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða. Eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem liðið var 2:0 yfir og þrátt fyrir fjölmörg tækifæri til að bæta við mörkum í seinni hálfleik, náðu Skotarnir að jafna leikinn og er óhætt að segja að um þjófnað sé að ræða. FH-ingar féllu í sömu gryfju og KR-ingar gegn Shelbourne á dögunum þegar þeir glutruðu niður tveggja marka forystu í síðari hálfleik. Lokatölur 2:2, í leik sem FH hefði hæglega getað gert út um og gætu þau fjölmörgu marktækifæri sem nýttust ekki reynst liðinu dýrkeypt. MYNDATEXTI:Emil Hallfreðsson er hér í baráttu við Gerg Shields

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar