Gísli Halldórsson

Árni Torfason

Gísli Halldórsson

Kaupa Í körfu

"ÉG hef náð því á minni lífsleið að spila tvisvar sinnum undir aldri, þ.e. á færri höggum en aldur segir til um. Það eru fáir sem hafa gert það," sagði Gísli Halldórsson, arkitekt og heiðursforseti ÍSÍ, eftir að hafa tekið þátt í 90 ára afmælismóti sínu sem Golfklúbburinn Ness á Seltjarnarnesi hélt í gær. Var þetta eitt af fjölmennustu mótum sumarsins sem 134 kylfingar tóku þátt í Gísla til heiðurs. "Þetta hefur verið einstakur dagur fyrir okkur öll hérna í klúbbnum," sagði Gísli ánægður í lok mótsins. Sjálfur hefur Gísli verið félagi í golfklúbbnum í 26 ár og spilað mjög mikið. Hann er ánægður með hvað stjórnin hefur séð vel um völlinn og byggt hann upp. Félagsandinn sé mjög góður og eini ókosturinn að einungis sé um níu holu völl að ræða. "Það þjappar fólki kannski bara meira saman," segir Gísli, sem var gerður að heiðursfélaga Golfklúbbsins Ness á þessum tímamótum. "Það er mjög ánægjulegt. Ég átti alls ekki von á því. Ég hef fyrst og fremst verið hérna til að leika mér."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar