Kárahnjúkar
Kaupa Í körfu
UNNIÐ var hörðum höndum við að steypa botn Kárahnjúkastíflunnar, á milli þverhníptra hamranna sem mynda Hafrahvammagljúfur, í gærkvöld þegar þessi mynd var tekin. Þarna mun 193 metra hár veggur rísa, með steyptri þéttikápu, svo hann haldi vatni þegar rennsli Jökulsár á Dal stöðvast á honum og myndar Hálslón. Mennirnir voru heldur litlir í samanburði við stórbrotna náttúruna við vinnu sína. Á hamrabrúnunum var búið að strengja öryggisnet svo að laust grjót félli ekki á þá. Hvert handtak miðaði þó að því að virkja beljandi stórfljót. Voru þeir að slá upp steypumótum svo að byrja mætti að steypa botn og vegg stærstu stíflunnar af þremur. Verður hún 730 metra löng grjótstífla.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir