Óskar Magnússon og Gestur G. Gestsson

Árni Torfason

Óskar Magnússon og Gestur G. Gestsson

Kaupa Í körfu

OG VODAFONE hefur samið við eigendur fjarskiptafélagsins Margmiðlunar um kaup á öllu hlutafé þess. Kaupverðið er um 310 milljónir króna og þar af eru 150 milljónir greiddar með peningum, en eftirstöðvar með útgáfu nýrra hluta að nafnverði rúmlega 45,7 milljónir króna. Í tilkynningu frá Og Vodafone segir að samkvæmt samkomulaginu eigi seljendur rétt á að selja Og Vodafone þá hluti sem þeir veita viðtöku að liðnum 24 mánuðum á genginu 4,2. Lokagengi Og Vodafone á þriðjudag var 3,50 MYNDATEXTI:Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, og Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri Margmiðlunar, að lokinni undirskrift um kaupin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar