Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda

Halldór Sveinbjörnsson

Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda

Kaupa Í körfu

TVEGGJA daga fundi fulltrúa frá heilbrigðis-, félagsmála- og dómsmálaráðuneytum Norðurlandanna lauk á Ísafirði á miðvikudag. Þetta var árlegur fundur ráðherra og fulltrúa í nefnd þar sem barátta landanna gegn fíkniefnaneyslu er samræmd. Á fimmta tug fulltrúa Norðurlandanna, Álandseyja og Færeyja sóttu fundinn, sem Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra stýrði. Á myndinni má sjá Jón og honum á vinstri hönd, Per Unckel, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Þrír fyrirlesarar fjölluðu um aðferðir sem gefið hafa góða raun í fíkniefnameðferð ungmenna á fundinum. Þetta voru Harvey Milkman, prófessor frá háskólanum í Denver í Bandaríkjunum, Tore Andreasson, frá Háskólanum í Bodø í Noregi og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Þá voru á fundinum kynntar frumniðurstöður úr svokölluðu Eyjaverkefni, sem unnið hefur verið í samvinnu Grænlands, Íslands, Færeyja og Álandseyja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar