Spútnik

Árni Torfason

Spútnik

Kaupa Í körfu

VERSLUNIN Spútnik er flutt á nýjan stað og er komin á Klapparstíg 27. Búðin er nú á einni hæð og hefur tekið nokkrum breytingum. Af þessu tilefni var haldið opnunarpartý á fimmtudagskvöldið með veitingum og góðri tónlist, m.a. í boði Jóns Atla, klippara á Gel, sem í þetta skiptið var í hlutverki plötusnúðs. Gel hefur verið í nánum tengslum við Spútnik enda starfrækt í sama húsi við Laugaveg. Hárstofan er enn á Laugaveginum en ætlar að fylgja í kjölfarið á Spútnik og verður opnuð í byrjum september á nýjum stað, Hverfisgötu 37, sem er hornið fyrir neðan fatabúðina þar sem Ömmu Antik er nú til húsa MYNDATEXTI:Verslunin er nú komin á eina rúmgóða hæð við Klapparstíginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar