Sverrir Hermannsson og Pétur Hilmarsson

Ragnar Axelsson

Sverrir Hermannsson og Pétur Hilmarsson

Kaupa Í körfu

Sólin skein í heiði, fiskur vakti undir og múkkar skvöldruðu um allan sjó. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson fóru á skak með feðginunum Margréti og Sverri Hermannssyni á Hermóði ÍS... Hermóður ÍS 482 tekur strikið úr Ísafjarðarhöfn og ratar kunnuglega slóð út með Óshlíðinni. .............. Rennt í þrítugt dýpið Karlinn í brúnni heitir Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra, alþingismaður og bankastjóri svo nokkuð sé talið af störfum hans um ævina. Það skiptir engu hvaða titla pilturinn úr Ögurvík hefur borið, Djúpið hefur átt sinn sess í huga hans og nú nýtur hann endurnýjaðra kynna við þessa gullkistu og gröf ótalinna kynslóða sæfarenda þar vestra. Margrét, dóttir Sverris, er háseti og helsti samverkamaður föður síns í útveginum. Í landi er hún framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins MYNDATEXTI: Tengdafeðgarnir Pétur Hilmarsson og Sverrir Hermannsson við flugufría þurrkhjallinn sem flýtur á pollinum framan við Grund. Þar er verkaður siginn fiskur - sem er matur með stórum staf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar