Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson

Kaupa Í körfu

Hvað kom fyrir hann Pétur Halldórsson? Hvað kom fyrir sem olli því að leitandi og tilraunaglaður myndlistarmaður, bráðflinkur teiknari og reyndur auglýsingahönnuður ver æ stærri hluta af tíma sínum í að elta uppi um allar jarðir stærðfræðilega reiknuð form, hringi og mynstur, í landslagi og staðháttum sem sögð eru byggjast á fornum hugmyndum um heimsmynd, landnám og byggðamörk og Einar heitinn Pálsson lagði til grundvallar kenningum sínum Rætur íslenskrar menningar? Kenningum sem mörgum þótti jafn illskiljanlegar og þær voru heillandi þegar þær komu fyrst fram í kringum 1969. Og Pétur bætir um betur: Hann hefur tekið upp merkið þar sem Einar sleppti því, þróað kenningarnar áfram, aukið við þær og er nú með sína eigin bók í smíðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar