Kúrekastígvél

Kúrekastígvél

Kaupa Í körfu

Einmana kúreki í snjáðum fatnaði og veðruðum stígvélum á trygglyndum klár er vafalítið ímynd sem kemur upp í huga fárra þegar tískustrauma og -stefnur ber á góma. Gullaldartímabil bandarísku vestranna er enda löngu liðið undir lok og úr grasi vaxnar kynslóðir sem aldrei hafa heyrt minnst á þá Roy Rogers og Trigger. Þetta haustið er þó ekki laust við að John Wayne og aðrar kvikmyndahetjur vestursins komi upp í hugann á ný, enda ófáir fatahönnuðirnir sem í kjölfar vinsælda nýrra vestra á borð við The Missing og Open Range hafa daðrað við snjáðan fatastíl þessa einfara sléttunnar. Þannig má, svo dæmi séu tekin, sjá áhrif kúrekans á hönnun Jean Paul Gaultiers og eins Chloé tískuhússins. Og ef litast er um í tísku- og skóverslunum höfuðborgarinnar má finna ófá pörin af kúrekastígvélum - ýmist útsaumuð eða einföld og í fjölbreytilegum litatónum frá hvítu, bleiku og bláu að hefðbundnari svörtum og brúnum litum MYNDATEXTI: Oasis, kúrekastígvél, brún kr. 16.990, jakki kr. 7.990, pils kr. 4.990, slæða kr. 3.990.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar