Páll Pálsson frá Aðalbóli

Páll Pálsson frá Aðalbóli

Kaupa Í körfu

Torfveggur og gólf fannst í rúst frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar "ÉG var bara að rangla þarna í niðaþoku og gekk akkúrat yfir þetta, annars hefði ég ekki tekið eftir þessu. Þetta er svo óljóst á yfirborði, en af því að það var þoka og maður sá ekkert frá sér þá horfði maður bara niður fyrir tærnar á sér. Hins vegar var ég búinn að svipast talsvert mikið um á þessum slóðum eftir rústum, því Hrafnkels saga talar einmitt um Reykjasel þarna við Jökulsá, en mér hafði ekki lukkast að finna það áður," segir Páll Pálsson á Aðalbóli, sem gekk fram á rústir á framtíðarlónstæði við Kárahnjúka við smalamennsku í fyrra. "Þetta er a.m.k. nálægt þeim slóðum sem maður gæti ímyndað sér að þetta Reykjasel hefði átt að vera, eftir texta sögunnar. Svo getur vel verið að það hafi verið fleiri byggingar á þessum slóðum, svo maður veit svo sem ekki hvað maður getur fullyrt um hvort þetta sé Reykjasel," segir Páll inntur eftir því hvort hann telji að þarna sé bærinn, sem nefndur er í Hrafnkels sögu Freysgoða kominn. MYNDATEXTI: Páll Pálsson frá Aðalbóli krýpur við rústirnar sem hann fann og taldar eru vera frá því Ísland var numið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar