Pink tónleikar í Laugardalshöll

Árni Torfason

Pink tónleikar í Laugardalshöll

Kaupa Í körfu

Tvennir stórtónleikar voru haldnir í Laugardals-höllinni í vikunni. Voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir og mættu um 10 þúsund manns á tónleikana til samans. Á þriðjudags-kvöldið kom bandaríska popp-söngkonan Pink fram með hljómsveit sinni. Hún söng lög af öllum þremur plötum sínum og sungu áhorfendur hástöfum með. Pink hefur undanfarið verið á tónleika-ferðalagi um Evrópu. Hún hefur meðal annars haldið tónleika í Bretlandi og Tékklandi. Hljómsveitin Í svörtum fötum hitaði upp fyrir Pink. Á miðvikudags-kvöldið var svo bandaríski rapparinn 50 Cent með tónleika ásamt félögum sínum í G-Unit. Þeir félagar sungu í einn og hálfan klukkutíma við góðar undirtektir tónleika-gesta. Íslensku hljómsveitirnar XXX Rottweilerhundar, Quarashi, og Hæsta höndin hituðu upp. MYNDATEXTI: Pink sýndi mikil tilþrif.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar