Jason Biggs

Alfons Finnsson

Jason Biggs

Kaupa Í körfu

Leikarinn Jason Biggs á Íslandi LEIKARINN Jason Biggs er nú staddur hér á landi við upptökur á nýjustu mynd sinni, Guy X, eins og greint hefur verið frá. Myndin er að hluta tekin upp í Gufuskálum á Snæfellsnesi og náði fréttaritari Morgunblaðsins þessari mynd af Jason þar sem hann var staddur á Rifi. Guy X er byggð á skáldsögunni No One Thinks of Greenland eftir John Grismeyer. Sögusviðið er árið 1979 og fjallar um bandarískan hermann sem sendur er á fjarlæga herstöð á ótilgreindum köldum stað. Myndin er bresk-kanadísk-íslenskt samstarfsverkefni og það er Skotinn Saul Metzstein sem sér um leikstjórn. Leikarinn Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk í myndinni og með önnur hlutverk fara þau Jeremy Northam, Natascha McElhone og Michael Ironside. Jason Biggs er þekktastur fyrir hlutverk sitt í American Pie-þríleiknum. MYNDATEXTI: Jason Biggs fyrir framan DC-leiguflugvél sem notuð var í myndinni. Tökum á Guy X lauk síðastliðinn föstudag þegar myndin var tekin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar