Dælingu hætt úr Mývatni

Birkir Fanndal

Dælingu hætt úr Mývatni

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ er ákveðinn söknuður í því að sjá þessar athafnir hverfa," segir Kristján Björn Garðarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit, en dælubúnaður, sem notaður hefur verið í tæp 40 ár við dælingu kísilgúrs úr Mývatni, hefur verið dreginn á þurrt land. Starfsemi verksmiðjunnar verður hætt í lok nóvember á þessu ári og hefur nægjanlegu efni til vinnslu fram að stöðvun verið dælt úr vatninu. MYNDATEXTI: Dælipramminn sem notaður hefur verið við dælingu í tæp 40 ár hefur nú verið dreginn á land.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar