Latibær frumsýndur á Nick Jr.

Árni Torfason

Latibær frumsýndur á Nick Jr.

Kaupa Í körfu

MIKIL gleði ríkti í myndveri Latabæjar í Miðhrauni í Garðabæ í gær, þegar aðstandendur þáttanna um Latabæ fylgdust með frumsýningu fyrstu tveggja þáttanna á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nick Jr. í gegnum gervihnött. Kvikmyndagerðarfólk og leikarar klöppuðu og hlógu þegar þeir fylgdust með frumsýningunni og var aðalleikkonu þáttanna, Julianna R. Mauriello sem leikur Stephanie (Sollu stirðu), klappað lof í lófa fyrir söng og dansatriði sín í þáttunum. MYNDATEXTI: Aðstandendur Latabæjar fylgjast spenntir með fyrstu útsendingunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar