Fundur skógareigenda

Jón Sigurðsson

Fundur skógareigenda

Kaupa Í körfu

SJÖUNDI aðalfundur Landsamtaka skógareigenda var haldinn á Húnavöllum í Austur-Húnavatnssýslu um helgina. Um eitt hundrað manns sótti fundinn og er þetta að sögn kunnugra fjölmennasti aðalfundur samtakanna til þessa. Dagskrá fundarins var fjölbreytt því auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í kynnisferð í Blönduvirkjun þar sem gestir fengu höfðinglegar móttökur hjá Rán Jónsdóttur stöðvarstjóra og starfsliði hennar. Á sunnudeginum var farið í skoðunarferðir, annarsvegar í Gunnfríðarstaðaskóg og hinsvegar í Hrútey með leiðsögn Páls Ingþórs Kristinssonar, formanns skógræktarfélags A-Hún. MYNDATEXTI: Páll Ingþór Kristinsson, formaður skógræktarfélags A-Hún., fór fyrir skógareigendum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar