Veðurblíða í Dritvík

Alfons Finnsson

Veðurblíða í Dritvík

Kaupa Í körfu

Íbúar á norðanverðu Snæfellsnesi hafa ekki farið varhluta af blíðviðrinu sem hefur gengið yfir landið að undanförnu. Margir hafa lagt leið sína í Dritvík sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem vilja spóka sig í hvítum sandinum, busla í sjónum og liggja í sólbaði, enda gerast strendur ekki fallegri. Þessir ungu drengir nutu veðurblíðunnar í Dritvík og busluðu í sjónum og stungu sér til sunds úr klettunum. Á síðustu dögum hafa á annað hundrað manns verið í Dritvík og hefur þar myndast sannkölluð baðstrandarstemning

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar