Kuml á Daðastaðaheiði

Atli Vigfússon

Kuml á Daðastaðaheiði

Kaupa Í körfu

Kuml frá 9. eða 10. öld grafið upp á Daðastaðaleiti Kjálki úr konu, hestbein og bein úr hundi fundust í einni gröf á Daðastaðaleiti í Þingeyjarsveit rétt fyrir ofan bæinn Lyngbrekku í Reykjadal nýlega. Kumlið er líklega frá 9. eða 10. öld en augljóslega hefur það verið rænt, þar sem við skoðun kom í ljós að allt var á tjá og tundri í gröfinni. Grafarræninginn hefur verið á undan gjóskulaginu sem kom um 1300 þar sem það liggur óhreyft í jarðveginum, en erfitt er að tímasetja ránið nánar. Í gröfinni fannst einnig járnstykki sem hugsanlega gæti verið spjótsoddur, en erfitt er að greina nákvæmlega hvað þarna er á ferðinni. MYNDATEXTI: Adolf Friðriksson fornleifafræðingur að störfum á Daðastaðaleiti. Greina má hestbein í gröfinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar