Artótek
Kaupa Í körfu
Myndlist | Listahlaða Borgarbókasafnsins verður opnuð í Grófarhúsinu á morgun SAMSTARFSVERKEFNI Borgarbókasafns Reykjavíkur og Sambands íslenskra myndlistarmanna er nefnist Artótek - Listahlaða í Borgarbókasafni verður opnað af formanni menningarmálanefndar, Stefáni Jóni Hafstein, í Grófarhúsinu á morgun, á sjálfum afmælisdegi borgarinnar. Að sögn Áslaugar Thorlacius, formanni SÍM, er kveikjan að Artótekinu komin frá Önnu Torfadóttur borgarbókaverði, "en hún kynnti sér starfandi artótek í Helsinki og hreifst svo af því að hún beitti sér fyrir stofnun þess hérlendis. Í framhaldinu leitaði hún til okkar í SÍM um samstarf og leist okkur strax afskaplega vel á hugmyndina." Spurð um rekstrarfyrirkomulag Artóteksins segir Áslaug að öll verkin sem í boði séu verði til sýnis í Grófarhúsinu þannig að lánþegum gefist kostur á að skoða verkin á staðnum, en að auki megi finna upplýsingar og myndir af öllum verkunum á vef SÍM á slóðinni: www.sim.is. MYNDATEXTI: Katrín Guðmundsdóttir verkefnisstjóri með tvö verkanna í Artótekinu
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir