Keith Reed

Árni Torfason

Keith Reed

Kaupa Í körfu

Keith Reed, söngvari og söngkennari, hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi til KFUM og KFUK og hefur störf um næstu mánaðamót. Keith hefur um átta ára skeið verið ein aðallyftistöng sönglífs á Austurlandi og er einn af stofnendum Óperustúdíós Austurlands sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir spennandi og stórhuga óperuuppfærslur. "Ég hef haft mikil og góð kynni af starfi KFUM og K í gegnum konu mína, Ástu Bryndísi Schram, en hún ólst upp við þetta starf," segir Keith, og kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. MYNDATEXTI: Keith Reed hefur verið ráðinn hjá KFUM og K sem listrænn stjórnandi með áherslu á tónlist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar