Ingibjörg Sólrún og skokkhópurinn

Jim Smart

Ingibjörg Sólrún og skokkhópurinn

Kaupa Í körfu

Laugardalur | Íþróttabandalag Reykjavíkur auglýsti í vor þjálfun fyrir þá sem ætluðu að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með einhverjum hætti. Voru undirtektir hinar ágætustu og í sumar hefur myndarlegur hópur hlaupara búið sig af krafti undir maraþonið sem fram fer á laugardag. Hittist hópurinn á tjaldstæðinu í Laugardalnum, en þaðan er síðan hlaupið út um víðan völl. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er þátttakandi í hópnum og ætlar hún að hlaupa tíu kílómetra á laugardaginn. Kveðst hún sjálf hafa dundað sér við að hlaupa ein frá áramótum, en mikil viðbrigði hafi verið að koma í hlaupahóp MYNDATEXTI:Eldhress: Ingibjörg Sólrún íklædd bol skokkhópsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar