Skokkhópur

Jim Smart

Skokkhópur

Kaupa Í körfu

Reykjavík | Skokk er ekki það eina sem er á dagskránni hjá skokkhópnum Laugaskokki en hann varð til um áramót við sameiningu hlaupahóps Hreyfingar og hlaupahóps Námsflokka Reykjavíkur. Hópurinn, sem er um 60 manns frá tvítugu til sextugs, hefur að undanförnu æft af kappi fyrir Reykjavíkurmaraþon. Í gær var þó engin venjuleg æfing heldur tóku um tveir tugir meðlima hópsins þátt í búferlaflutningum eins þeirra. Kassaburður niður þrjár hæðir í Hvassaleiti og upp tvær til viðbótar í Grafarvogi var létt verk fyrir Laugaskokkara, enda í góðri þjálfun MNDATEXTI:Kassaburður niður þrjár hæðir og upp tvær var ekkert mál fyrir vel þjálfaða Laugaskokkara sem allir ætla sér í Reykjavíkurmaraþonið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar