Skemmtiferðaskip

Margrét Þóra Þórsdóttir

Skemmtiferðaskip

Kaupa Í körfu

STÓR og glæsileg skemmtiferðaskip hafa svo sannarlega sett svip sinn á bæjarlífið á Akureyri í sumar. Segja má að varla líði sá dagur að ekki liggi fögur fley við bryggjur eða úti á Polli. Alls koma 53 skemmtiferðaskip í sumar, fleiri en nokkru sinni, voru 45 í fyrrasumar. Farþegar um borð í þessum skipum eru rúmlega 30 þúsund talsins. Þeir lífga líka upp á miðbæjarlífið, þeir ráfa svolítið um, kíkja inn í búðir og fá sér hressingu. Þessir fjórmenningar voru meðal farþega á stærsta skipinu sem kemur á þessu blíðviðrissumri, Adonia. Voru þeir á leið til skips að nýju eftir velheppnað bæjarrölt, en um tíma virtist sem þeir gætu allt eins hugsað sér að sigla með Súlunni sem liggur við Torfunefið. Eftir nokkra umhugsun var eins og þá fýsti fremur að halda áfram lúxussiglingu sinni og héldu í halarófu sem leið lá niður á Oddeyrarbryggju

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar