Matjurtir í Grasagarðinum Laugardal

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Matjurtir í Grasagarðinum Laugardal

Kaupa Í körfu

Sítrónujárnurt hefur lítið verið ræktuð hér á landi fram að þessu. Hún hefur þó verið til í Grasagarðinum í tvö ár og er einnig ræktuð af garðyrkjubændum á Engi í Biskupstungum. Plantan er náskyld sumarblóminu járnurt. Einhverjir kannast ef til vill við sítrónumellisu eða sítrónugras en til samanburðar hefur sítrónujárnurt mun sterkara sítrónubragð og -lykt. Ef blöðin eru nudduð losna olíur og lyktin magnast til muna. Fyrst og fremst er hægt að nota sítrónujárnurt í sítrónute eða svaladrykki (búa þá fyrst til te með heitu vatni og kæla svo niður). Einnig má nota hana í eftirrétti eða salöt en sítrónubragðið er lystaukandi. Blöðin eru einkar falleg og henta því vel til skrauts.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar