Siv átti afmæli á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Siv átti afmæli á Húsavík

Kaupa Í körfu

Við opnun Þekkingarseturs Þingeyinga og Náttúrustofu Norðurlands eystra á Húsavík ákváðu tónlistarmennirnir Guðni Bragason og Kristján Þór Magnússon að koma Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra þægilega á óvart. Þeir Guðni og Kristján höfðu fregnað að Siv ætti afmæli þennan dag og þar sem þeir höfðu verið fengnir til að spila og syngja við athöfnina fluttu þeir afmælisbarninu lagið Happy Birthday eftir Stevie Wonder við góðar undirtektir viðstaddra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar