Samráðfundur Norðurlandanna

Steinunn Ásmundsdóttir

Samráðfundur Norðurlandanna

Kaupa Í körfu

"Mest afgerandi á þessum fundi er vilji Norðurlandanna til að samræma stefnu varðandi áfengismál og það eru tíðindi út af fyrir sig." Þetta sagði Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið eftir tveggja daga langan fund heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Norðurlandanna, sem lauk í gær á Egilsstöðum. "Við munum ræða samræmda stefnu í áfengismálum áfram á sérstökum aukafundi í október n.k. í Kaupmannahöfn, sem sýnir hvaða vigt er lögð á þessi mál. Forsætisráðherrar Norðurlanda samþykktu tilmæli til okkar að skipuleggja þetta og við bregðumst við því" sagði Jón. Yfirskrift fundarins á Egilsstöðum var samfélagsbreytingar á Austurlandi - heilbrigðis- og félagslegar afleiðingar, MYNDATEXTI: Vilja samræma stefnu í áfengismálum Norðurlanda: Árlegum samráðsfundi heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Norðurlanda lauk í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar