Ráðstefna um málefni daufblindra

Árni Torfason

Ráðstefna um málefni daufblindra

Kaupa Í körfu

Heimur daufblindra er lokaður en samt reynir Fjóla Björk Sigurðardóttir allt sem hún getur til að vera virkur þátttakandi í þjóðfélaginu. Fer hún m.a. í leikhús og fær að koma upp á svið eftir sýningar til að "skoða" leikarana og heilsa upp á þá. MYNDATEXTI: Fjóla Björk Sigurðardóttir, fyrir miðju, flytur erindi sitt. T.v. er Lilja Þórhallsdóttir sem túlkaði fyrir Fjólu það sem fram fór á fundinum. Fjóla gerði reglulega hlé á erindi sínu, sem hún hafði skrifað með blindraletri, og las þá Sigrún Kristinsdóttir, t.h. á myndinni, upp fyrir um 180 fundargesti það sem Fjóla Björk hafði sagt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar