Stórt tréskilti af lunda

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stórt tréskilti af lunda

Kaupa Í körfu

SEGJA má með vissu að Menningarnótt, sem haldin er hátíðleg í dag, sé orðin að uppskeruhátíð fjölda listamanna. Vestmannaeyingar eru sérlegir heiðursgestir Menningarnætur í ár og bjóða þeir til veislu í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem boðið verður upp á brot af því besta úr menningu eyjarskeggja hvort sem um er að ræða mat, söng, sögur, leik eða annað sem snertir mannsins bestu hliðar. Af því tilefni hefur stærðarinnar lundi tekið sér bólfestu í hólmanum í Tjörninni en þessi tiltekni fugl hefur reyndar einnig sést á teikningum eftir Sigmund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar