Setning Síðuskóla á Akureyri
Kaupa Í körfu
SKÓLASTARF hófst í öllum grunnskólum Akureyrar í gær nema Brekkuskóla, en þar verður skólinn settur eftir helgi. Alls verða um 2.630 nemendur við nám í grunnskólum bæjarins í vetur og eru þá tæplega 30 nemendur í Grunnskólanum í Hrísey þar með taldir en sveitarfélögin sameinuðust sem kunnugt er fyrr í sumar. Nemendur, kennarar og starfsfólk í Síðuskóla mættu hress og kát til skólasetningar í gærmorgun, en þar á bæ hafa staðið yfir framkvæmdir í sumar. Fólk mætti til setningar í nýjum samkomusal sem eflaust á eftir að koma sér vel í félagsstarfinu á komandi vetri. Þar er nú einnig komið nýtt mötuneyti og síðast en ekki síst hefur íþróttahús risið við skólann sem stórbætir alla aðstöðu MYNDATEXTI: Eftirvænting: Nemendur í Síðuskóla mættu til skólasetningar í gærmorgun.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir