FH - ÍA 2:2

FH - ÍA 2:2

Kaupa Í körfu

LEIKUR ÍA og FH í gærkvöld var stórskemmtilegur og var hart barist allan leikinn, enda mikið í húfi fyrir bæði lið. FH á toppi deildarinnar en ÍA varð að vinnaleikinn til að blanda sér í toppbaráttuna af alvöru. Skagamenn komu mjög grimmir til leiks og komust í 2:0 en FH-liðið sýndi mikla þrautseigju með því að jafna leikinn og úr varð jafntefli, 2:2, sem þykja eflaust sanngjörn úrslit ef litið er á leikinn í heild sinni. Þar með fjarlægist draumur Skagamanna um bikar á þessu leiktímabili en FH á góða möguleika á titli, bæði í deild og bikar. MYNDATEXTI:Guðjón Heiðar Sveinsson, ÍA, skorar annað mark Skagamanna gegn FH án þess að Daði Lárusson, markvörður FH, komi vörnum við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar