Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Ógurlegar tölur voru að berast af bökkum Ytri-Rangár um helgina, en síðdegis sl. föstudag lauk þar fluguveiðitímanum og var annað agn, s.s. maðkur og spónn, þar með leyfilegt. Sé fiskur á annað borð í ám er slíkt ævinlega ávísun á mikla veiði og gekk það eftir. Fyrstu tvær vaktirnar veiddust eigi færri en 173 laxar sem er með ólíkindum, en skv. fregnum frá Lax-á sem er leigutaki árinnar, er óhætt að segja að af nógu sé að taka því áin sé full af laxi og fiskur enn að ganga af krafti. MYNDATEXTI: Það er mok í Ytri-Rangá þessa dagana. Hér þreytir Kristinn Ágúst Ingólfsson einn í Árbæjarkvísl í Ytri-Rangá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar