Rita Gam

Rita Gam

Kaupa Í körfu

Fólk | Hollywood-leikkonan Rita Gam gerir sjónvarpsþátt um Ísland HÉR Á LANDI er nú stödd Hollywood-leikkonan, framleiðandinn og þáttastjórnandinn Rita Gam. Rita var ein af síðustu fastráðnu kvikmyndastjörnunum við MGM-sjónvarpsstöðina á sínum tíma en hefur á undanförnum árum fengist meira við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta. Síðustu ár hafa þættir með nafninu World of Beauty átt hug hennar allan en þar er hún í hlutverki framleiðanda og þáttastjórnanda. Þátturinn er einmitt ástæða þess að hún er stödd hér á landi en í hverjum þætti af World of Beauty er tekið fyrir eitt land í veröldinni og kynnt áhorfendum gegnum viðmælendur og myndir af landinu sjálfu. Beautiful Iceland verður svo sýndur á PBS-sjónvarpsstöðinni þar vestra næsta vor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar